Ísland

svanur

Ég heiti Svanur Sigurbjörnsson og er menntaður lyflæknir. Ég hef starfað um árabil á Heilsugæslu og í starfi mínu þar kemur nokkuð oft fyrir að erfðafræði sé hluti af því sem þarf að meta varðandi spurningar skjólstæðinga. Það geta verið spurningar varðandi krabbamein, brjóstakrabbamein, krabbamein í eggjastokkum og húðkrabbamein. Einnig koma erfðir inn í gigtsjúkdóma og áhættu kransæðasjúkdóma eins og háþrýsting og hátt kólesteról. Einnig með geðsjúkdóma en margir vöngum velt yfir því að fá þunglyndi eða geðklofa. Þá eru erfðir sterkar í sykursýki, týpu 2. Á þennan margbreytilega máta kemur erfðafræði inn í starf mitt beint og óbeint og hefur verulega þýðingu fyrir skjólstæðinga mína.