Velkomin

á vefsíðu Gen-Equip verkefnisins – sem sameinar menntun, grunnheilbrigðisþjónustu og erfðafræði. Markmið okkar er að veita fagfólki í grunnheilbrigðisþjónustu tækifæri til að uppfæra þekkingu sína og kunnáttu í erfðafræði. Langtíma markmið þessa verkefnis er að stuðla að framförum í umönnun og þjónustu sjúklinga með erfðavandamál.

Hvað er í boði á íslensku? 

Kennsla í grunnþáttum erfðafræði, byggð á tilfellum

Stuttar vefkynningar um erfðafræði

Ýmsar praktískar upplýsingar fyrir fagfólk í grunnheilbrigðisþjónustu.

Hver erum við? Við erum hópur fagfólks í heilbrigðisvísindum. Til að vita meira um hópinn, smellið hér. Við höfum öll reynslu í erfðaheilbrigðisþjónustu og komum frá sex Evrópulöndum.
Á þessari vefsíðu bjóðum við kennslu í erfðafræði án endurgjalds til fagfólks í heilbrigðisþjónstu. Til að tryggja að námið tengist daglegum störfum hafa kennslueiningar safn viðeigandi úrræði og heimildir til notkunar í erfðaheilbrigðisþjónustu.

Allt efni vefsíðu endurspeglar eingöngu skoðanir höfundar.

European Commission and Ecorys UK eru ekki ábyrg fyrir þeim upplýsingum sem hér er að finna eða notkun þeirra. 

 

Fréttir

Vefkennsla á íslensku, ensku og fleiri tungumálum.

Frásagnir sjúklinga (enska)

Námskeiðin komin á netið! Líka á Íslensku og fleiri tungumálum.

Þú þarft að skrá þig á síðuna  Plymouth Open Learning til að geta tekið námskeiðin. Þar þarftu að skrá nafn og tölvupóstfang svo hægt sé að senda þér viðurkenningarskírteini að námskeiði loknu.

Öll námskeiðin eru ókeypis. Þau hafa verið vottuð af bæði the Royal College of General Practitioners og the European Accreditation Network. Einingarnar eru gildar til símenntunar.

Þegar þú hefur lokið prófinu í lok hverrar einingar með yfir 80% réttum svörum, færðu sent viðurkenningarskjal.

Vottun námskeiðanna

 

EAN
European Specialist Nurses Organisation

Allar námseiningar á þessum vef hafa verið viðurkenndar og vottaðar af the European Accreditation Network. Þetta eru samtök Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga. Á síðu hverrar einingar er að finna hversu marga punkta það gefur.

Grunnur í erfðafræði

Ef þú vilt vita meira um það hvernig á að taka fjölskyldusögu, um erfðarannsóknir og hvort sjúklingar þínir gætu haft haft hag af því að sækja erðaheilbrigðisþjónustu, geturðu hlustað á fyrirlestra á margmiðlunarsíðunni.