Velkomin

 

á vefsíðu Gen-Equip verkefnisins – sem sameinar menntun, grunnheilbrigðisþjónustu og erfðafræði. Markmið okkar er að veita fagfólki í grunnheilbrigðisþjónustu tækifæri til að uppfæra þekkingu sína og kunnáttu í erfðafræði. Langtíma markmið þessa verkefnis er að stuðla að framförum í umönnun og þjónustu sjúklinga með erfðavandamál.


Hver erum við?
Við erum hópur fagfólks frá sex Evrópulöndum. Við erum sérfræðingar í heilbrigðisvísindum og höfum öll reynslu í erfðaheilbrigðisþjónustu. Til að vita meira um hópinn, smelltu hér


Námsefni og upplýsingar á 6 tungumálum

Kennsla í grunnþáttum erfðafræði, byggð á raunverulegum tilfellum

Til að nota kennslusíðuna þarftu að fara á Plymouth Open Learning. Þar þarftu að skrá nafn og tölvupóstfang svo hægt sé að senda þér viðurkenningarskírteini að námskeiði loknu.

Öll námskeiðin eru ókeypis. Þau hafa verið vottuð af bæði the Royal College of General Practitioners og the European Accreditation Network. Einingarnar eru gildar til símenntunar.

Þegar þú hefur lokið prófinu í lok hverrar einingar með yfir 80% réttum svörum, færðu sent viðurkenningarskjal.


Á margmiðlunarsíðunni eru stutt, praktísk vefnámskeið eða kynningar um ýmsa þætti erfðafræði. 

Einnig eru ýmsar praktískar upplýsingar fyrir fagfólk í grunnheilbrigðisþjónustu.

Síðast en ekki síst, eru frásagnir sjúklinga (enska)


Vottun námskeiðanna

EAN
European Specialist Nurses Organisation

Allar námseiningar á þessum vef hafa verið viðurkenndar og vottaðar af the European Accreditation Network. Þetta eru samtök Evrópusamtaka hjúkrunarfræðinga. Á síðu hverrar einingar er að finna hversu marga punkta það gefur.

 

Allt efni vefsíðu endurspeglar eingöngu skoðanir höfunda.

European Commission and Ecorys UK eru ekki ábyrg fyrir þeim upplýsingum sem hér er að finna eða notkun þeirra. 

 

 

 

 

Fréttir

„Rauðu flöggin“„, samantekt á atriðum sem hafa á í huga þegar mögulega er um arfgengan sjúkóm að ræða. 

Í júní sl. var skipulögð vinnustofa heimilislækna  (www.cgpp.pt) þar sem GeneEquip verkefnið var kynnt.


GEN-EQUIP fjölþjóða vinnustofa

Sharing Best Practice: Equipping European Primary Care Health Professionals to Deal with Genetics

Gen-Equip vinnustofan var skipulögð til að fá endurgjöf á verkefnið og líka til að kynna það betur. Þessi vinnustofa var haldin í London 5. maí 2017. Þátttakendur voru frá 14 Evrópulöndum.  hér er hlekkur í opinberu skýrsluna.


Sögur raunverulegra sjúklinga.


Vefkynningar um ýmislegt sem kemur að erfðafræði.

Á ensku, hollenskuItölsku, portúgölsku og Íslensku